Um okkur

GOTT er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður í Vestmannaeyjum sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allar sósur, soð, súpur og kökur eru löguð frá grunni á staðnum. Við sækjum ferskan fisk beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni. Yfirkokkurinn Sigurður Gíslason, fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands og konan hans Berglind Sigmarsdóttir reka og eiga veitingastaðinn GOTT. Þau hafa að auki gefið út tvær metsölu matreiðslubækur á Íslandi og önnur þeirra var gefin út og þýdd á þýsku. Þriðja bókin okkar hjóna “GOTT réttirnir okkar” kom út í október 2016 þar sem finna má uppskriftir af okkar vinsæla matseðli.

Restaurant
Bárustíg 11
900 Vestmannaeyjar